Rio Ferdinand rifjaði nýlega upp þegar Sir Alex Ferguson, Manchester United goðsögn og fyrrum stjóri liðsins, missti sig við Ruud van Nistelrooy.
Þetta var árið 2002 og United hafði tapað 3-1 fyrir Manchester City. Á þessum tíma var United mun betra lið en City.
„Við töpuðum 3-1 og Shaun Goater skoraði tvö mörk. Þetta var fyrsti nágrannaslagurinn sem ég spilaði í og ég áttaði mig á í búningsklefanum eftir leik hversu stórt þessi viðureign væri,“ sagði Ferdinand.
„Við gengum inn í klefa og stjórinn lokaði hurðinni. Það var allt hljótt en svo truflaðist hann. Ruud van Nistelrooy, sem var í guðatölu þarna, gekk inn með City treyju og Ferguson gjörsamlega missti sig við hann.“
Þó svo að mikill munur væri á liðunum hafði Ferguson engan húmor fyrir þessu.
„Hann sagði: „Ef ég sé einhverni ykkar ganga inn með City treyju aftur þá spiliði aldrei aftur fyrir þetta félag.“