Andre Onana, markvörður Manchester United, fór í viðtal eftir leikinn gegn Bayern Munchen í gær og tók ábyrgð á tapi liðsins. Hann viðurkennir að byrjun sín hjá enska liðinu hafi ekki verið upp á marga fiska.
United heimsótti Bayern í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þýska liðið 4-3. Onana gerði slæm mistök í fyrsta markinu.
„Ég tek tapið á mig. Það er mér að kenna að við unnum ekki og ég þarf að læra af þessu,“ sagði Onana eftir leik.
Onana hefur ekki heillað í fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni frá því hann kom frá Inter í sumar.
„Ég hef margt að sanna. Ef ég á að vera hreinskilinn hef ég ekki byrjað svo vel í treyju United.
Það var ég sem brást liðinu í dag.“
Margir stuðningsmenn United eru ánægðir með Onana fyrir að taka ábyrgð og vera hreinskilinn.