LASK 1 – 3 Liverpool
1-0 Florian Flecker(’14)
1-1 Darwin Nunez(’56, víti)
1-2 Luis Diaz(’63)
1-3 Mohamed Salah(’88)
Liverpool kom til baka í Evrópudeildinni í kvöld er liðið spilaði við austurríska félagið LASK Linz.
LASK kom mörgum á óvart og komst yfir í þessum leik en Florian Flecker skoraði snemma í fyrri hálfleik.
Liverpool skoraði ekki fyrr en mun seinna en Darwin Nunez kom þá boltanum í netið úr vítaspyrnu.
Tveir aðrir framherjar liðsins, Luis Diaz og Mo Salah, bættu svo við tveimur mörkum til að tryggja flottan útisigur.
Í sama riðli eða E riðli leika Royale Union SG og Toulouse en þeim leik er ólokið og er staðan 1-1.