Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk í öllum keppnum á tímabilinu en risarnir í Manchester United.
Þá er aðeins skoðað lið í ensku úrvalsdeildinni en Man Utd hefur alls fengið á sig 14 mörk hingað til.
Liðið fékk á sig fjögur mörk gegn Bayern Munchen í gær en skoraði á sama tíma þrjú í skemmtilegum leik.
Everton er í öðru sætinu og hefur fengið á sig 13 mörk en boltinn hefur farið í netið hjá Man Utd tíu sinnum í deildinni.
Tapið í gær gerði útslagið en Andre Onana, markmaður liðsins, sem og varnarmenn hafa verið gagnrýndir í byrjun tímabils.
14 – Manchester United have conceded 14 goals in all competitions this season, the most of any Premier League side. Bombarded. pic.twitter.com/02Yq7Zx7dO
— OptaJoe (@OptaJoe) September 20, 2023