Það fer ekkert á milli mála að Graeme Souness, goðsögn Liverpool, er enginn aðdáandi miðjumannsins Paul Pogba.
Souness gagnrýndi Pogba nánast vikulega er sá síðarnefndi lék með Manchester United en hann er í dag hjá Juventus.
Pogba á yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en málið er þó enn í rannsókn.
Souness sér alls ekki eftir því að hafa gagnrýnt Pogba sem býr yfir gríðarlegum hæfileikum.
,,Hann er gríðarlega hæfileikaríkur ungur maður og ætti að vera einn besti miðjumaður heims en hann er latur,“ sagði Souness.
,,Ef þið munið eftir því hvernig hann tók vítaspyrnur, það var hann að reyna að vera aðalmaðurinn. Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum.“
Souness var svo spurður að því hvort hans gagnrýni væri ósanngjörn og svaraði um leið: ,,Ekki í eina sekúndu, nei, hann er latur fáviti.“