Það var mikill hiti í búningsklefa Manchester United eftir tapið gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Breska götublaðið The Sun fjallar um málið.
United tapaði óvænt 1-3 og hefur tímabilið farið afar illa af stað.
Þá eru vandræði utan vallar en stjórinn Erik ten Hag hefur til að mynda fryst Jadon Sancho eftir ósætti þeirra. Þá sætir Antony lögreglurannsókn fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.
The Sun segir frá því að eftir tapið gegn Brighton hafi Bruno Fernandes hjólað í félaga sinn á miðsvæðinu, Scott McTominay, inni í klefa.
Þá rifust Lisandro Martinez og Victor Lindelöf heiftarlega eftir tapið einnig.
Ljóst er að það þarf eitthvað mikið að gera á bak við tjöldin hjá United þar sem allt virðist í molum þessa dagana.