fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
433Sport

Tvö stórlið gjóa augunum að Ramsdale í kjölfar þess að hann var bekkjaður um helgina

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2023 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur félög eru strax farin að gjóa augunum til Aaron Ramsdale í kjölfar þess að hann var bekkjaður um helgina. Daily Mail fjallar um málið.

Ramsdale þurfti að setjast á bekkinn í sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og kom nýr markmaður félagsins, David Raya, inn í markið.

Ekki er ljóst hvað þetta þýðir fyrir Ramsdale sem hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar hjá Arsenal undanfarin tímabil.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, heldur því fram að hann ætli sér að nota báða markmenn á tímabilinu en það breytir því ekki að önnur félög fylgjast nú með gangi mála hjá Ramsdale.

Chelsea hefur áhuga en fyrir er liðið með þá Robert Sánchez og Djordje Petrovic sem komu í sumar.

Þá leitar Bayern Munchen að arftaka Manuel Neuer og er Ramsdale sagður á blaði þar.

Arsenal mætir PSV í Meistaradeild Evrópu á morgun og verður afar áhugavert að sjá hver stendur í rammanum í þeim leik.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór í hóp í fyrsta sinn: Ræðir valið á Lyngby og segir það hafa komið til greina að spila á Íslandi – „Vil vera nálægt dóttur minni og eiginkonu“

Gylfi Þór í hóp í fyrsta sinn: Ræðir valið á Lyngby og segir það hafa komið til greina að spila á Íslandi – „Vil vera nálægt dóttur minni og eiginkonu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þórður valdi hópinn fyrir undankeppni EM

Þórður valdi hópinn fyrir undankeppni EM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Illa farið með leikmann Arsenal í beinni – „Vá“

Illa farið með leikmann Arsenal í beinni – „Vá“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neymar sakaður um að halda framhjá kasóléttri kærustu sinni – „Ég er mjög vonsvikin“

Neymar sakaður um að halda framhjá kasóléttri kærustu sinni – „Ég er mjög vonsvikin“