Julian Nagelsmann er að taka við þýska karlalandsliðinu og gera stuttan samning samkvæmt helstu miðlum.
Hansi Flick var rekinn á dögunum og verður Nagelsmann því arftaki hans.
Nagelsmann verður ráðinn út Evrópumótið næsta sumar sem er einmitt haldið í Þýskalandi.
Greint er frá því í þýskum miðlum að þó Nagelsmann sé án starfs sem stendur taki hann á sig launalækkun til að taka við þýska landsliðinu.
Það er vegna þess að hann var samningsbundinn Bayern Munchen til 2026 og hefði fengið borgað fram að því þrátt fyrir að hafa verið rekinn.
Svo verður ekki eftir að Nagelsmann tekur við sem landsliðsþjálfari Þýskalands.