Íslenska kvennalandsliðið er með skýr markmið fyrir fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Wales á föstudag, að vinna leikinn. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir ræddi við 433.is í dag.
„Maður fer í hvern einasta leik til að taka þrjú stig. Við tökum einn leik í einu en að taka þrjú stig er alltaf markmiðið,“ segir Selma.
„Við vorum að horfa á þær (Wales) núna og spiluðum við þær fyrr á árinu þannig við vitum aðeins við hverju er að búast. Við tökum þá reynslu með okkur inn í leikinn. Við eigum klárlega möguleika.“
Selma Sól
Selma er á mála hjá Rosenborg en liðið er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarsins.
„Það er mjög gaman að fara inn í lokakaflann og hafa að einhverju að stefna. Það eru mjög spennandi tímar framundan.“
Nánar er rætt við Selmu í spilaranum.