Harry Kane fór loks frá Tottenham í sumar eftir að hafa verið orðaður frá félaginu nokkur sumur. Kappinn hélt til Bayern Munchen eins og flestir vita.
Það var þó áhugi á Kane víða og var hann til að mynda reglulega orðaður við Manchester United.
Framherjinn knái var spurður út í þetta.
„Auðvitað fóru fram viðræður við önnur félög,“ sagði Kane.
Hann valdi Bayern og sér alls ekki eftir því.
„Ég hafði mikinn áhuga á að fara til Bayern. Þegar þeir komu að borðinu kom ekki margt annað til greina. Manchester United er stórt félag en ég er sáttur hér.“
Bayern og United mætast einmitt í Meistaradeildinni annað kvöld.