Ronaldo var á skotskónum í 1-3 sigri Al Nassr á Al Raed um helgina. Hann átti þó eitt slysaskot í leiknum.
Portúgalinn gekk í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu frá Manchester United í lok síðasta árs og í kjölfarið hefur fjöldinn allur af stjörnum fylgt honum til landsins. Deildin fer því vaxandi.
Ronaldo skoraði þriðja mark Al Nassr gegn Al Raed á laugardag en liðið er í sjötta sæti eftir sigurinn.
Ronaldo átti þó aukaspyrnu í leiknum sem fór heldur betur úrskeiðis. Virtist boltinn enda beint í andliti myndatökumanns fyrir aftan markið.
Maðurinn virtist aðeins ringlaður eftir atvikið en gat þó haldið starfi sínu áfram.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
Ronaldo acertou em cheio… no cameraman 💀 pic.twitter.com/9Cvt8ZZpDQ
— B24 (@B24PT) September 16, 2023