Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vakti athygli á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Þar ræddi Spánverjinn hugsanlega keppinauta City um Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð. Nefndi hann Arsenal og Liverpool á nafn í þessu samhengi.
Þá spurði einn blaðamaður hann út í Manchester United. Guardiola hló hálf vandræðalega áður en hann svaraði.
„Þeir hafa ekki byrjað eins og við var búist, eins og Chelsea. En þetta er Manchester United svo þeir komast í gang fyrr en síðar,“ sagði Guardiola.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Pep Guardiola's reaction when asked of Manchester United start to the season.
Chelsea . #MondayMotivation #MUFCpic.twitter.com/jy4fcDzCml
— Engrtobechukwu (@engrtobechukwu) September 18, 2023