Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og gerði hann það ekki heldur fyrir leik Arsenal og Everton í gær.
Fjölmiðlamaðurinn umdeildi er mikill stuðningsmaður Arsenal en hans menn unnu 0-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Það vakti athygli fyrir leik að David Raya var í marki Arsenal í sínum fyrsta leik eftir að hann kom frá Brentford í sumar.
Aaron Ramsdale, sem hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar Arsenal undanfarin tímabil, settist á bekkinn.
„Ég skil ekki hvað Ramsdale gerði af sér til að vera bekkjaður. Hann hefur verið frábær fyrir okkur leik eftir leik. Af hverju að niðurlægja hann?“ spurði Morgan harðorður á Twitter (X).
Þetta kom ekki að sök því sem fyrr segir vann Arsenal leikinn 0-1.
Það verður áhugavert að sjá hver verður á milli stanganna í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.