Newcastle vill Lucas Paqueta frá West Ham í janúar. Daily Mail segir frá.
Miðjumaðurinn var nálægt því að fara frá West Ham í sumar til Manchester City en ekkert varð af skiptunum. Fréttir um rannsókn enska knattspyrnusambandsins á meintum brotum Paqueta á veðmálareglum brutust hins vegar fram á síðustu stundu.
Það gæti hins vegar farið svo að Paqueta fari í janúar því Newcastle vill miðjumanninn. Félagið er til í að bjóða í hann 52 milljónir punda og getur auðvitað boðið honum upp á Meistaradeildarfótbolta.
Hinn 26 ára gamli Paqueta gekk í raðir West Ham í fyrra frá Lyon og er Brasilíumaðurinn algjör lykilmaður hjá Lundúnaliðinu. Hefur hann spilað alla leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.