Christian Pulisic, leikmaður AC Milan, hefur heldur betur fengið gagnrýni fyrir ákveðna uppástungu í hlaðvarpsþættinum The American Dream Podcast.
Fótbolti er ekki vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum og hefur aldrei verið þó hún sé vinsælust í fjölmörgum öðrum löndum og heimsálfum.
Pulisic stingur upp á að hvert mark gefi einu liði sjö mörk frekar en eitt sem gæti blekkt Bandaríkjamenn enda er það líkt amerískum fótbolta sem og hokkí.
Margir hafa látið í sér heyra eftir þessa undarlegu uppástungu og er Pulisic ekki sá vinsælasti á samskiptamiðlum þessa stundina.
,,Það væri kannski hægt að gefa liðinu sjö stig fyrir hvert mark, fleiri myndu horfa á leikina,“ sagði Pulisic.
,,Það sem ég hef heyrt þá er skorað svo lítið svo íþróttin er leiðinleg. Gefum þá flerii stig fyrir mörkin, það er fullkomið.“
,,Þá geta leikirnir endað 21-7 og fólk verður ánægt, sérstaklega Bandaríkjamenn.“