Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ágeirsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 36 ára gamall. Hann opinberar þetta á samfélagsmiðlum.
Ásgeir spilaði með ÍR á leiktíðinni sem var að klárast og hjálpaði liðinu að komast upp í Lengjudeildina að ári.
„Nú er komið að leiðarlokum, 16 árum eftir að ég byrjaði að spila meistaraflokks fótbolta,“ segir meðal annars í tilkynningu Ásgeirs.
Ásgeir lék langst af á ferlinum með Fylki en var einnig hjá HK og Selfoss.
„Að fá að enda ferilinn með mínum mönnum í ÍR, sérstaklega hvernig tímabilið spilaðist, var gjörsamlega frábært! Hefði ekki getað skrifað það handrit betur
Eftir á að hyggja, þá endurspeglaði þetta tímabil kannski minn feril ágætlega. Mikill rússíbani,“ segir Ásgeir enn fremur en færsla hans er í heild hér að neðan.