Roy Hodgson var ekki á hliðarlínunni í gær er Crystal Palace spilaði við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Hodgson er kominn á aldur en hann er 76 ára gamall og veiktist skyndilega og gat ekki stýrt liðinu í þessum leik.
Útlit var fyrir að Palace myndi ná jafntefli úr erfiðum leik en Villa skoraði tvö mörk í uppbótartíma og vann 3-1 sigur.
Paddy McCarthy, aðstoðarmaður Hodgson, sá um að stýra liðinu í leiknum en óvíst er hvenær sá síðarnefndi snýr aftur.
Hodgson var ráðinn aftur til Palace á síðustu leiktíð og náði að bjarga félaginu frá falli úr efstu deild.