Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur engar áhyggjur ef Jurgen Klopp ákveður að yfirgefa Liverpool.
Klopp hefur verið stjóri Liverpool í langanm tíma en hann er í dag orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Þýskalandi sem er laust.
Murphy segist vera með fullkominn arftaka fyrir Klopp en það er Roberto De Zerbi sem er í dag þjálfari Brighton og hefur gert magnaða hluti þar.
,,Ég er með svarið svo ég hef engar áhyggjur ef Klopp fer. Að mínu mati þá er De Zerbi fullkominn,“ sagði Murphy.
,,Hann verður tilbúinn á þeim tíma til að taka við. Hann spilar frábæran fótbolta og virkar eins og sterkur karakter. Hann er að læra með Brighton og stendur sig frábærlega.“
,,Ég get ekki séð betri valkost en hann.“