Jadon Sancho var ekki hluti af liði Manchester United sem tapaði 3-1 gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Þessi 23 ára gamli leikmaður gæti verið að kveðja Man Utd í janúar en hann og Erik ten Hag, stjóri liðsins, ná ekki saman.
Sancho æfir einn þessa dagana en hann lét þó sjá sig á æfingu U18 liðs Man Utd á laugardag eða í gær.
Um var að ræða æfingu sem fór fram aðeins tveimur klukkutímum áður en Man Utd spilaði við Brighton.
Ten Hag virðist ekki ætla að gefa Sancho fleiri tækifæri í sínu liði en hann vildi sýna lit og lét sjá sig fyrir framan táningana á æfingasvæðinu.