B’mouth 0 – 0 Chelsea
Það var ekki boðið upp á neina markaveislu er Chelsea heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Chelsea hefur farið nokkuið brösuglega af stað á þessu tímabili og það breyttist ekki gegn nýliðunum.
Ekkert mark var skorað í þessari viðureign en Chelsea tókst þó að næla sér í fimm gul spjöld.
Chelsea er með fimm stig eftir fimm umferðir og er Bournemouth þá með þrjú.