Valur er enn á lífi í baráttunni um efsta sætið í Bestu deild karla eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.
Ljóst var að ef Valur myndi misstíga sig í kvöld yrði Víkingur meistari enda með 14 stiga forskot.
Valsmenn voru þó ekki í vandræðum í kvöld og höfðu betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu.
Fyrr í kvöld missteig Breiðablik sig ansi hressilega er FH kom í heimsókn í Kópavoginn.
FH vann mjög sterkan 2-0 útisigur og lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar.
Valur 2 – 0 Stjarnan
1-0 Birkir Heimisson(’43)
2-0 Hlynur Freyr Karlsson(’97)
Breiðablik 0 – 2 FH
0-1 Davíð Snær Jóhannsson(’45)
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic(’74)