Andri Lucas Guðjohnsen er að spila mjög vel þessa dagana en hann er á mála hjá Lyngby.
Lyngby vann sterkan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Hvidovre á útivelli.
Andri Lucas skoraði í síðasta leik Lyngby gegn Nordsjælland en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.
Í dag skoraði framherjinn eina markið til að tryggja 1-0 útisigur á botnliðinu.
Lyngby er með 11 stig eftir fyrstu átta leikina og hefur liðið ekki byrjað eins vel í efstu deild í 20 ár.
Annar Íslendingur komst á blað í Belgíu en Alfreð Finnbogason gerði þá sitt fyrsta mark fyrir Eupen í 3-1 tapi gegn Standard Liege.