Christian Constantin, stjórnarformaður Sion í Sviss, hefur tjáð sig um brottför framherjans Mario Balotelli.
Balotelli er heimsfrægt nafn í knattspyrnuheiminum en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Inter Milan, AC Milan, Manchester City og Liverpool.
Talið er að Balotelli hafi fengið 54 þúsund pund á viku á tíma sínum hjá Sion sem er engin smá upphæð miðað við aðra leikmenn liðsins.
Samningi Balotelli var rift fyrir helgi en Constantin var ekki mjög ljúfur í garð Ítalans er hann ræddi um dvöl hans hjá félaginu.
,,Ég vil ekki tala um hversu mikið við borguðum Mario,“ sagði Constantin í samtali við blaðamenn.
,,Það hefði verið betra fyrir hann að skora þau mörk sem við bjuggumst við að hann myndi skora. Nú er kominn tími á að horfa annað.“