fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
433Sport

Sjáðu svakalegar móttökur sem Benzema fékk í Sádi-Arabíu eftir að hafa skrifað undir milljarða samning

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karim Benzema fékk svakalegar móttökur þegar hann var kynntur til leiks hjá Al Ittihad í Sádi-Arabíu.

Hinn 35 ára gamli Benzema skipti yfir til félagsins eftir fjórtán frábær ár hjá Real Madrid. Kappinn skoraði 354 mörk í 648 leikjum í spænsku höfuðborginni, auk þess að leggja upp 165 mörk til viðbótar.

Frakkinn fékk tilboð frá Sádi-Arabíu sem hann gat ekki hafnað. Fær hann rúmar 340 milljónir punda fyrir tvö ár þegar allt er tekið inn í myndina.

60 þúsund stuðningsmenn Al Ittihad tóku svo á móti Benzema er hann var kynntur til leiks. Það má sjá hér neðar.

Sádi-Arabíska deildin er að verða vinsæl á meðal stórra nafna í knattspyrnuheiminum. Cristiano Ronaldo er auðvitað hjá Al-Nassr og þá er N’Golo Kante að verða liðsfélagi Benzema hjá Al Ittihad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Szoboszlai í kvöld

Sjáðu stórbrotið mark Szoboszlai í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins klukkutímum frá því að fara til Liverpool áður en Klopp skipti um skoðun

Var aðeins klukkutímum frá því að fara til Liverpool áður en Klopp skipti um skoðun