fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
433Sport

Gummi Ben skautaði framhjá því þegar spurt var út í Albert – Telur að Gylfi sé að byggja sig upp

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 10:05

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður lét ekki veiða sig út í það að ræða son sinn Albert Guðmundsson í viðtali á Bylgjunni í gær. Rætt var um fyrsta landsliðshóp Age Hareide. Liðið mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM á næstunni.

Albert Guðmundsson, sonur Gumma Ben er mættur aftur í landsliðið eftir árs fjarveru. Hafði hann eldað grátt silfur við Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfara og ekki verið valinn og ekki viljað mæta vegna þess.

Guðmundur var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með það hvernig Hareide talaði um Albert en lét ekki plata sig út í það.

„Mér finnst þjálfarinn fyrst og fremst þaulvanur að sitja blaðamannafundi og hefur setið þá nokkra í gegnum tíðina, svör hans bera þess merki. Hann svarar því sem hann vill svara og gerir það vel,“ segir Gummi Ben á Bylgjunni.

„Mér líst alltaf vel á íslenska landsliðshópinn, ég er mjög spenntur að sjá Kristian Hlynsson sem kemur í fyrsta skipti inn. Willum Þór Willumsson sem hefur ekki verið í myndinni undanfarin misseri og hann kemur inn, hann hefur spilað mjög vel í Hollandi.“

Hann segir blönduna góða og fagnar endurkomu eldri leikmanna. „Svo eru menn með reynslu, Aron Einar, Jói Berg, Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi, Birkir Bjarnason. Ég held að þetta sé góð blanda,“ sagði Guðmundur.

Hann var að endingu spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson sem íhugar endurkomu í fótbolta eftir um tveggja ára fjarveru.

„Ég hef fulla trú á því að Gylfi spili knattspyrnu aftur, það er erfitt að segja hvenær. Ég held að Gylfi sé að fara í gegnum tímabil, hann er að hugsa um sjálfan sig eins og hann hafi verið meiddur. Hann er að byggja sig upp þangað til að hann er klár í að æfa og spila fótbolta með liði,“ segir Gummi Ben.

„Það tekur tíma að koma til baka eftir meiðsli, þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið meiðsli þá tekur það tíma. Hann einn getur svarað fyrir það hvenær. Það er enginn hætta á öðru að Gylfi Þór eigi sæti í landsliðinu um leið og hann spilar aftur, þá er hann fyrsti valkostur hjá þjálfaranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neville gagnrýnir Arteta: ,,Eins og brjálæðingur“

Neville gagnrýnir Arteta: ,,Eins og brjálæðingur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Meistararnir töpuðu í Kópavogi

Besta deildin: Meistararnir töpuðu í Kópavogi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stærsta tapið í heil 90 ár

Stærsta tapið í heil 90 ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta harðneitaði að gagnrýna mistökin – ,,Við elskum hann“

Arteta harðneitaði að gagnrýna mistökin – ,,Við elskum hann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Chelsea og United færast neðar

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Chelsea og United færast neðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea vill sinn gamla framherja aftur og hyggst nota Lukaku til þess

Chelsea vill sinn gamla framherja aftur og hyggst nota Lukaku til þess
433Sport
Í gær

Arnar hvetur fólk til að horfa í staðreyndir – „Vil ekki meina að við séum grófir“

Arnar hvetur fólk til að horfa í staðreyndir – „Vil ekki meina að við séum grófir“
433Sport
Í gær

Fullyrt að ósáttur Neymar hafi strax sett allt í háaloft á bak við tjöldin í Sádí – Heimtar brottrekstur

Fullyrt að ósáttur Neymar hafi strax sett allt í háaloft á bak við tjöldin í Sádí – Heimtar brottrekstur