Andri Lucas Guðjohnsen framherji Norrköping og bróðir hans Sveinn Aron Guðjohnsen framherji Elfsborg eru ekki í fyrsta landsliðshópi Age Hareide sem kynntur var í dag.
Hareide valdi 25 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni Evrópumótsins.
Andri Lucas og Sveinn Aron áttu fast sæti í landsliðshópnum þegar Arnar Þór Viðarsson var þjálfari liðsins.
Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason eru einu framherjarnir í hópnum en svo eru til staðar leikmenn sem geta vel leyst þá stöðu.
„Þú gerir upp huga þinn, þú verður að gera það hvort þú notir þá eða ekki,“ sagði Hareide sem minntist einnig á Davíð Kristján Ólafsson sem ekki komst í hópinn.
„Þeir duttu út núna en það á líka við um Davíð Kristján. Hann er vinstri fótar bakvörður og við eigum ekki marga þannig.“