fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Aron Einar og Jóhann Berg eru miðjumenn í huga Hareide

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 11:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru miðjumenn í huga Age Hareide sem valdi sinn fyrsta landsliðshóp í dag fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM.

Aron Einar hefur undanfarið oftast spilað sem miðvörður í íslenska landsliðinu.

„Svo lengi sem hann getur hreyft sig þá er hann miðjumaður, hann getur spilað báðar stöður,“ sagði Hareide á fundi í dag.

Meira;
Svona er fyrsti landsliðshópur Age Hareide: Albert snýr aftur – Kristian Nökkvi og Willum með

„Hann var mjög mikilvægur á miðjunni þegar liðið var upp á sitt besta. Ég horfi á hann sem miðjumann en hann getur leyst hina stöðuna. Hann er miðjumaður í mínum augum.“

Getty Images

Jóhann Berg hefur alla tíð spilað sem kantmaður í landsliðinu en á síðasta tímabili með Burnley lék hann mest á miðsvæðinu.

„Hann er miðjumaður,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í Jóhann Berg en gera má ráð fyrir því að bæði hann og Aron byrji á miðsvæðinu gegn Slóvakíu þann 17 júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður