fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
433Sport

Fjölmiðlar velta fyrir sér ummælum Zlatan í kveðjuræðu sinni – Hvað var hann að gefa í skyn?

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann eftir leik AC Milan gegn Verona í gær. Það virðist sem svo að hann muni snúa aftur til Milan í einhverri mynd.

„Það eru svo margar minningar á þessum leikvangi. Þegar ég kom fyrst færðuð þið mér hamingju. Þegar ég kom í annað sinn færðuð þið mér ást. Ég vil þakka fjölskyldunni og þeim sem eru nánir mér fyrir að sýna mikla þolinmæði. Ég vil þakka hinni fjölskyldunni, leikmönnum, þjálfurum og starsfmönnum fyrir ábyrgðina sem þið færðuð mér. Ég vil þakka stjórnarmönnum fyrir tækifærið sem þið gáfuð mér,“ sagði Zlatan eftir leikinn í gær.

Hann þakkaði stuðningsmönnum svo innilega.

„Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum. Þið tókuð á móti mér með opnum örðum og ég verð stuðningsmaður Milan að eilífu. Þða er kominn tími til að kveðja fótboltann, en ekki ykkur. Það er of mikið af tilfinningum. Ef þið eruð heppin sjáið þið mig. Áfram Milan, bless.“

Enskir miðlar velta upp ummælum Zlatan í restina. Vilja þeir meina að kappinn hafi gefið í skyn að hann gæti orðið þjálfari hjá Milan eða jafnvel tekið að sér annars konar starf. Hvernig sem því líður er allavega útlit fyrir að hann snúi aftur sem stuðningsmaður á pöllunum.

Zlatan átti stórkostlegan feril. Hann skoraði 511 mörk í félagsliðaboltanum fyrir Malmö, Ajax, Juventus, Barcelona, Inter, PSG, Man United, LA Galaxy og Milan.

Þá skoraði framherjinn stóri og stæðilegi 62 mörk í 122 A-landsleikjum fyrir Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma

Skulda öllum starfsmönnum sínum laun og eiga von á refsingu í þriðja sinn á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs

Rúnar Alex varði vítaspyrnu Arnórs
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril

Líklega hættur aðeins 32 ára eftir athyglisverðan feril
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni

Fyrrum stórstjarnan óþekkjanleg á nýjustu myndinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal

Hlaðvarp Lengjudeildarinnar: Magnús Már og Davíð Smári ræða stóru stundina sem framundan er í Laugardal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille

Gattuso tekur við sem stjóri Marseille
433Sport
Í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Daða gegn Manchester United í gær
433Sport
Í gær

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði