fbpx
Laugardagur 30.september 2023
433Sport

Sjáðu nýtt sjónarhorn af slagsmálunum í Kópavogi í kvöld – Hefði Halldór getað staðið í lappirnar?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júní 2023 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson varnarmaður Víkings hrinti Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. Halldór féll til jarðar eftir atvikið.

Allt sauð upp úr eftir það og voru mörgum ansi heitt í hamsi, sérstaklega á meðal Víkinga.

Á samfélagsmiðlum saka sumir Halldór um leikaraskap en aðrir segja að Logi eigi að fara í langt bann.

video
play-sharp-fill

Logi Tómasson fékk rautt spjald eftir leik eftir því sem kom fram í Stúkunni á Stöð2 Sport. Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson birti atvikið á Twitter.

Rosaleg dramatík var í Kópavogi þar sem Víkingur var 0-2 forystu gegn Blikum þegar komið var í uppbótartíma.

Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason skoruðu mörk bikarmeistaranna í sigri á Íslandsmeisturunum. Gísli Eyjólfsson lagaði stöðuna fyrir Blika í uppbótartíma.

Það var svo Klæmint Olsen sem jafnaði fyrir Blika í uppbótartíma. Allt sauð upp úr eftir það þar sem Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings fékk rautt spjald.

Blikar eru nú fimm stigum á eftir Víkingi eftir ellefu umferðir en Valur er sjö stigum á eftir eftir jafntefli gegn FH í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út í kvöld – Gunnhildur Yrsa gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út í kvöld – Gunnhildur Yrsa gestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn á brúnni ekki lengur í hættu

Maðurinn á brúnni ekki lengur í hættu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal nú orðaður við Liverpool

Fyrrum leikmaður Arsenal nú orðaður við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rjúfa loks þögnina og svara fyrir mjög umdeild myndbönd

Rjúfa loks þögnina og svara fyrir mjög umdeild myndbönd
Hide picture