fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
433Sport

Jón fór í jarðarför og missti aðeins af einni æfingu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 2. júní 2023 15:26

Jón Þór Sveinsson er þjálfari Fram/ Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar hélt Kristján Óli Sigurðsson sparkspekingur því fram að óánægja væri á meðal leikmanna Fram vegna þess að Jón Sveinsson þjálfari hafi tekið sér fjögurra daga frí frá æfingum liðsins fyrir leik gegn KA fyrir norðan.

Fram tapaði 4-2 gegn KA á mánudag.

Kristján hélt því fram að Jón hafi skellt sér norður í frí á miðvikudag og misst af fjölda æfinga.

Samkvæmt heimildum 433.is fór Jón hins vegar ekki norður fyrr en á föstudag, en það var vegna jarðarfarar á Siglufirði sem hann var viðstaddur á laugardeginum.

Jón missti aðeins af einni æfingu. Eftir það kom hann til móts við lið Fram á ný.

Hann vildi ekki ræða málið nánar við 433.is í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“
433Sport
Í gær

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?