fbpx
Laugardagur 30.september 2023
433Sport

Nýjustu fregnir af Kane jákvæðar fyrir Manchester United og ýta undir það sem hefur verið sagt

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 16:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane vill ekki fara til Bayern Munchen í sumar. Þetta segir í frétt Bild í Þýskalandi.

Enski framherjinn verður þrítugur í sumar og hugsar sér til hreyfings. Hann á ár eftir af samningi sínum við Tottenham.

Fréttir undanfarinna daga hafa verið á þann veg að Kane fari annað hvort til Manchester United eða klári síðasta samningsár sitt hjá Tottenham.

Kappinn hefur hins vegar engan áhuga á að fara frá Englandi, þar sem hann vantar 48 mörk til að bæta met Alan Shearer yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir það hefur Bayern Munchen sýnt Kane mikinn áhuga en þangað vill hann ekki fara.

Kane vill fara til United en er til í að vera hjá Tottenham út samning sinn og fara frítt næsta sumar ef það gengur ekki eftir.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út í kvöld – Gunnhildur Yrsa gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út í kvöld – Gunnhildur Yrsa gestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn á brúnni ekki lengur í hættu

Maðurinn á brúnni ekki lengur í hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal nú orðaður við Liverpool

Fyrrum leikmaður Arsenal nú orðaður við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rjúfa loks þögnina og svara fyrir mjög umdeild myndbönd

Rjúfa loks þögnina og svara fyrir mjög umdeild myndbönd