fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
433Sport

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 21:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að ítölsku stórliðin AC Milan og Napoli muni berjast um Folarin Balogun, framherja Arsenal í sumar.

Balogun er 21 árs gamall og hefur farið á kostum á láni hjá Reims í Frakklandi á þessari leiktíð. Skoraði kappinn 20 mörk í frönsku úrvalsdeildinni.

Sóknarmaðurinn ungi snýr aftur til Arsenal í sumar en ekki er ljóst hvort hann verði á Emirates-leikvanginum á næstu leiktíð. Fyrir hjá Arsenal eru Gabriel Jesus og Eddie Nketiah í hans stöðu.

Balogun hefur sagt að hann vilji vera fastamaður og gæti hann því vel farið í sumar.

Hefur hann verið orðaður sterklega við AC Milan en samkvæmt Mirror ætlar Napoli einnig að reyna að fá hann.

Victor Osimhen gæti farið frá félaginu í sumar og Balogun því verið arftaki hans.

Balogun ákvað í vor að velja að leika fyrir bandaríska landsliðið frekar en það enska.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nálægt því að sprengja internetið eftir þessa myndbirtingu – Sjáðu hvað allir voru að tala um

Nálægt því að sprengja internetið eftir þessa myndbirtingu – Sjáðu hvað allir voru að tala um
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í Hollandi: Lenti í lífshættulegum meiðslum – Leikurinn flautaður af

Sjáðu óhugnanlegt atvik í Hollandi: Lenti í lífshættulegum meiðslum – Leikurinn flautaður af
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Romero og MacAllister rifust opinberlega eftir leik: Segist hafa spilað gegn 12 mönnum – ,,Grenjaðu heima hjá þér“

Romero og MacAllister rifust opinberlega eftir leik: Segist hafa spilað gegn 12 mönnum – ,,Grenjaðu heima hjá þér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Már eftir tapið: ,,Til hamingju Vestri“

Magnús Már eftir tapið: ,,Til hamingju Vestri“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári himinlifandi eftir afrekið á Laugardalsvelli: ,,Ég er hálf hrærður yfir þessu öllu saman“

Davíð Smári himinlifandi eftir afrekið á Laugardalsvelli: ,,Ég er hálf hrærður yfir þessu öllu saman“