fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
433Sport

De Zerbi virðist staðfesta að tveir leikmenn séu á förum – ,,Mér þykir það leitt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 19:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, hefur í raun staðfest það að tveir leikmenn séu að kveðja félagið.

Það eru þeir Alexis Mac Allister og Moises Caicedo sem spila báðir á miðjunni.

Caicedo var sterklega orðaður við brottför í janúar en varð að lokum áfram en fer að öllum líkindum í sumar.

Mac Allister vann HM með Argentínu í vetur og er talið að hann sé að skrifa undir hjá Liverpool.

Brighton spilaði síðasta leik tímabilsins í dag er liðið tapaði 2-1 gegn Aston Villa.

,,Ég tel að það séu líkur á að þetta hafi verið síðasti leikur Mac Allister og Caicedo hjá Brighton,“ sagði De Zerbi.

,,Mér þykir það leitt því þetta eru frábærir leikmenn en svona er hugmyndafræði Brighton, það er rétt að þeir geti farið og spilað á hærra stigi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“
433Sport
Í gær

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?