fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
433Sport

Ömurlegt myndband úr líkamsræktarsal: Gerði grín að eldri manni og fær á baukinn frá áhrifavaldi – „Hvað í andskotanum er að þér?“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Mykhailo Mudryk fær nú aldeilis á baukinn fyrir myndband sem hann birti á Instagram.

Kappinn, sem var keyptur til Chelsea á um 100 milljónir evra í janúar frá Shakhtar, var í ræktinni og sá þar eldri mann æfa.

Maðurinn sem um ræðir var með buxurnar fullneðarlega og ákvað Mudryk að sýna heimsbyggðinni það.

Bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll er mikill áhugamaður um líkamsrækt og hefur lengi predikað fyrir því að fólk hagi sér í ræktinni og komi vel fram við hvort annað.

Hann baunar á Mudryk í nýrri færslu. „Þú sérð mann í ræktinni sem er að reyna að bæta sig með aðstoð þjálfara, hann er vissulega í smá vandræðalegri stöðu en þú hugsar: Hey, ég ætla að taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðla til að gera grín að honum og fá athygli. Í alvöru?

Afsakið orðbragðið en hvað í andskotanum er að þér?“

Swoll segir að Mudryk verði að vera betri fyrirmynd.

„Þú ert atvinnumaður í knattspyrnu og spilar fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Vilt þú ekki vera betri fulltrúi félagsins?“

Hér að neðan má sjá myndbandið og færslu Swoll.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu nýtt sjónarhorn af slagsmálunum í Kópavogi í kvöld – Hefði Halldór getað staðið í lappirnar?

Sjáðu nýtt sjónarhorn af slagsmálunum í Kópavogi í kvöld – Hefði Halldór getað staðið í lappirnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta segir Höskuldur um Víkinga eftir kvöldið – „Litlir hundar sem gelta hátt“

Þetta segir Höskuldur um Víkinga eftir kvöldið – „Litlir hundar sem gelta hátt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grótta gerði lítið úr Leikni á Seltjarnarnesi

Grótta gerði lítið úr Leikni á Seltjarnarnesi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á nýjustu Íþróttavikuna hér – Ásgerður Stefanía fer yfir málin

Horfðu á nýjustu Íþróttavikuna hér – Ásgerður Stefanía fer yfir málin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum á Wembley á morgun

Þetta eru líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum á Wembley á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Uppljóstrar þvi hvað Vegas ferðin ógurlega kostaði – „Ég hef aldrei séð svona áður“

Uppljóstrar þvi hvað Vegas ferðin ógurlega kostaði – „Ég hef aldrei séð svona áður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jón fór í jarðarför og missti aðeins af einni æfingu

Jón fór í jarðarför og missti aðeins af einni æfingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo segir að Sádar gætu átt eina af bestu deildum heims en bendir á það sem þarf að laga til að það gerist

Ronaldo segir að Sádar gætu átt eina af bestu deildum heims en bendir á það sem þarf að laga til að það gerist