fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

„Af hverju má þetta ekki vera svona? Hvern erum við að vernda með þessu?“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó í þetta skipti. Hann var í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþróttafrétta á Torgi.

Nýjar reglur voru settar fyrir markverði í vítaspyrnum á dögunum. Þeir mega ekki sýna andstæðingi sínum vanvirðingu.

Var þetta gert vegna hegðunar Emiliano Martinez, markvarðar heimsmeistara Argentínu, á HM.

„Ég ætla að vitna í minn mann Dr. Football. Það er stefnan að gera fótboltann jafnleiðinlegan og NBA,“ segir Máni léttur.

„Þetta er mjög leiðinlegt. Við skulum átta okkur á því að sá sem er að fara að taka vítið getur líka tekið markmanninn úr sambandi, það hefur alveg gerst.

Af hverju má þetta ekki vera svona? Hvern erum við að vernda með þessu?“

Máni er allt annað en hlynntur nýjum reglum.

„Ég verð að segja að mér finnst þetta galið. Mér er alveg sama hvað menn ætla að gera í heimsfótboltanum varðandi þessa hluti en ég væri til í að Íslendingar myndu ekki gera það.“

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“