fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Vanda opnar sig um brottrekstur Arnars Þórs – Opinberar hvað gerði útslagið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 17:49

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir segir að hún og stjórn KSÍ hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson hafi verið rétti maðurinn til að leiða landsliðið að markmiðum sínum. Því hafi hann fengið reisupassann í dag.

Arnar var látinn fara sem þjálfari karlalandsliðsins í dag eftir rúmlega tveggja ára starf.

Ísland vann 7-0 sigur á Leichtenstein á dögunum en hafði áður tapað 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þetta voru fyrstu leikir liðsins í undankeppni EM 2024. Nýr landsliðsþjálfari mun því klára þá keppni.

„Ég skil gagnrýnina á tímasetninguna. En þegar stjórnin hefur ekki trú og traust og við höldum ekki að þjálfarinn sé rétti maðurinn þá verðum við að taka svona ákvörðun,“ segir Vanda, en að hennar sögn er þetta í fyrsta sinn sem það er rætt að láta Arnar fara.

Getur verið sáttur við margt

„Fáir landsliðsþjálfarar hafa lent í eins miklu mótlæti og Arnar Þór. Hann fer mjög vel í gegnum það. Það er margt sem hann má vera stoltur af, líka í starfi sem sviðsstjóri knattspyrnusviðs. Hann kemur með afreksáætlun og alls konar. Það gerir þetta enn erfiðara.

Það breytir því ekki að ef stjórn knattspyrnusambandsins er sannfærð um að hann sé ekki rétti maðurinn þá verðum við að gera breytingar, eins erfitt og það er.“

Arnar hefur þurft að byggja upp nýtt landslið undanfarin ár og fékk hann tíma til þess. Vanda sagði hins vegar nýverið að nú væri kominn tími á að ná í úrslit.

„Við vorum í uppbyggingu og ákváðum að við þyrftum að sýna ákveðna þolinmæði vegna þeirra aðstæðna og breytinga sem voru. Ég sagði á ársþinginu að nú væri uppbyggingu lokið og kominn tími á árangur. Mikilvægi þess að karlalandsliðið komist aftur á stórmót er gríðarlega mikilvægt. Það er okkar hlutverk að finna leiðirnar til að gera allt til að það takist. Til þess var talið að þyrfti að skipta um þjálfara.“

Þurfa að vanda til verka

Vanda vart spurð hvort það væri raunhæf krafa að þjálfari kæmi íslenska landsliðinu á stórmót á nýjan leik.

„Ég skil þennan punkt en þegar við erum komin á bragðið, sjáum hvað þetta gerir fyrir fótboltann hér heima, þá viljum við fara þangað. Við verðum að stefna þangað og gera allt sem við getum. Kannski tekst það ekki. Kannski kemur í ljós að þetta hafi verið fáránleg ákvörðun. En við verðum að gera það sem við getum til að eiga möguleikann.“

Nú hefst leit að nýjum landsliðsþjálfara.

„Við erum ekki búin að ræða við neinn. En við förum á stúfana. Þó að næsti leikur sé 17. júní er þetta fljótt að líða. Þetta er samblanda af því að vanda sig en á sama tíma þarf að finna þjálfara sem fyrst.“

Arnar var allt annað en vinsæll hjá íslensku þjóðinni. Hafði það eitthvað með ákvörðun Vöndu og stjórnarinnar að gera?

„Við erum í þessu samfélagi og við heyrum þetta allt saman. Í raun var þetta svona frá byrjun, frá því hann var ráðinn. Hann er ekki öfundsverður af þessu. Ég myndi samt ekki segja það. Þetta snýst meira um þá trú sem við höfum. Við teljum að við þurfum annan þjálfara til að ná markmiðum okkar. Trúin á að Arnar væri rétti maðurinn var ekki lengur til staðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum
433Sport
Í gær

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum