fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
433Sport

Sveindís fulltrúi Íslands í undanúrslitum – Mikil dramatík á Brúnni

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 22:09

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram tveir leikir í Meistaradeild kvenna í kvöld. Um leiki í 8-liða úrslitum var að ræða.

Wolfsburg og Paris Saint-Germain byrjuðu á að gera 1-1 jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Wolfsburg vann fyrri leikinn 1-0 og er komið í undanúrslit.

Alexandra Popp gerði mark liðins í kvöld en Kadidiatou Diani skoraði fyrir PSG.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og lék nær allan leikinn.

Þá vann Chelsea Evrópumeistar Lyon eftir vítaspyrnukeppni og mikla dramatík.

Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 en Lyon leiddi með einu marki gegn engu eftir venjulegan leiktíma í kvöld.

Þær komust svo í 2-0 í framlengingunni en á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Maren Mjelde og jafnaði einvígið fyrir Chelsea.

Lundúnaliðið vann svo í vítaspyrnukeppni.

Undanúrslitin hefjast 22. apríl með fyrri leikjunum.

Undanúrslit
Chelsea-Barcelona
Wolfsburg-Arsenal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar tjáir sig um fréttirnar sem voru á allra vörum í vor – „Þú átt bara að taka því“

Viðar tjáir sig um fréttirnar sem voru á allra vörum í vor – „Þú átt bara að taka því“