fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
433Sport

Hann var hetja í vikunni en hún fær allar fyrirsagnirnar eftir léttklæddar myndir frá Dubai

433
Fimmtudaginn 30. mars 2023 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott McTominay var hetja Skotlands er liðið vann 2-0 sigur á Spáni í undankeppni Evrópumótsins í vikunni. McTominay skoraði bæði mörk Skota.

McTominay hefur verið sjóðandi heitur í þessu verkefni og skoraði einnig tvö mörk í fyrsta leiknum gegn Kýpur.

Það er hins vegar ekki McTominay sem fær fyrirsagnirnar í enskum blöðum því á sama tíma var unnusta hans, Cam Reading í Dubai að sóla sig og birtir myndir af sér fremur léttklæddri.

Cam og McTominay hafa verið par um nokkurt skeið en eru byrjuð að tjá ást sína á hvort öðru á samfélagsmiðlum.

McTominay hefur deilt myndum af Reading á ferðalagi sínu í Dubai og sagt hversu falleg hún er.

Reading hefur einnig verið stolt af sínum manni sem er hálfgerð þjóðhetja í Skotlandi eftir mörkin tvö gegn Spáni í vikunni.

McTominay er leikmaður Manchester United en möguleiki er á því að hann verði seldur til Newcastle í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“

Sagt að koma sér burt um leið og nýi stjórinn mætti – ,,Sagði að ég væri þrítugur og hann vildi meiri orku“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar tjáir sig um fréttirnar sem voru á allra vörum í vor – „Þú átt bara að taka því“

Viðar tjáir sig um fréttirnar sem voru á allra vörum í vor – „Þú átt bara að taka því“