fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór Viðarsson rekinn sem landsliðsþjálfari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 16:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun um að leysa Arnar Þór Viðarsson frá störfum sem þjálfara A landsliðs karla og mun nú hefja leit að eftirmanni hans.

„Stjórnin metur þetta nauðsynlegt skref með hagsmuni liðsins í huga og möguleikann á að ná þeim árangri sem þarf til að koma liðinu aftur í fremstu röð,“ segir á vef KSÍ.

„Þetta er auðvitað erfið ákvörðun en við teljum hana nauðsynlega og rétta með hagsmuni liðsins að leiðarljósi. Arnar hefur gert margt gott hérna hjá KSÍ og á hrós skilið fyrir sitt starf sem var oft unnið í krefjandi aðstæðum. Nú förum við beint í að finna eftirmann hans til þess að hefja undirbúning fyrir næstu leiki liðsins sem fram fara í sumar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Stjórn KSÍ vill koma á framfæri þökkum til Arnars Þórs fyrir hans störf og óskar honum alls hins besta.

Arnar Þór hafði stýrt landsliðinu í rúm tvö ár en ýmsu gekk á meðan hann var í starfinu. Arnar stýrði liðinu í tveimur leikjum gegn Bosníu og Liechtenstein í síðustu viku, tapaðist leikurinn í Bosníu illa en gegn Liechtenstein vann liðið sinn stærsta sigur í sögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld