fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Varpa ljósi á risavaxnar tölur í verðandi samningi stjörnuleikmanns Arsenal – Verður meðal launahæstu leikmanna í sögu félagsins

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Buka­yo Saka, sóknar­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal er ná­lægt því að skrifa undir nýjan lang­tíma­samning við fé­lagið sem mun tryggja honum í kringum 15 milljónir punda á árs­grund­velli. Það er Daily Mail sem greinir frá.

Saka er stjörnu­leik­maður Arsenal og þá hefur hann verið að hasla sér völl með enska lands­liðinu undan­farið. Þessi 21 árs gamli leik­maður verður, sam­kvæmt heimildum Daily Mail, launa­hæsti leik­maður Arsenal þegar að hann skrifar undir nýja samninginn.

Talið er að viku­laun hans muni nema í kringum 300 þúsund pundum, því sem jafn­gildir um 51 milljón ís­lenskra króna. Hann verður því einn af launa­hæstu leik­mönnum í sögu Arsenal.

Önnur fé­lög, þar með talið Manchester City, voru sögð með auga­stað á Saka sem hefur hins vegar á­kveðið að halda tryggð við Arsenal en þar hefur hann klifið upp met­orða­stigann allt frá því að vera með­limur í Hale End akademíu fé­lagsins.

Gengi Arsenal í ensku úr­vals­deildinni á yfir­standandi tíma­bili hefur verið framar vonum. Liðið situr í 1. sæti deildarinnar með átta stiga for­skot á Manchester City sem á hins vegar leik til góða.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeild karla: Afturelding og Fjölnir með afar sterka útisigra – Tvö rauð spjöld á loft

Lengjudeild karla: Afturelding og Fjölnir með afar sterka útisigra – Tvö rauð spjöld á loft
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á toppslag Grindavíkur og Aftureldingar í beinni hér

Horfðu á toppslag Grindavíkur og Aftureldingar í beinni hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Almenn miðasala hefst á morgun

Almenn miðasala hefst á morgun
433Sport
Í gær

Firmino birtir fallegt myndband þegar hann kvaddi Liverpool félaga sína – Fjölskyldan við það að bresta í grát

Firmino birtir fallegt myndband þegar hann kvaddi Liverpool félaga sína – Fjölskyldan við það að bresta í grát