fbpx
Þriðjudagur 30.maí 2023
433Sport

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. mars 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamarinn, húskerfi Þórsara, náði 13 réttum á blönduðum getraunaseðli með landsleikjum og leikjum í neðri deildum á Englandi á laugardaginn. Það stefndi reyndar lengi vel í að húskerfið fengi aðeins 12 rétta. Tíu leikjum var lokið á seðlinum og þrír landsleikir í gangi, Spánn-Noregur, Króatía-Wales og Andorra-Rúmenía. Treyst var á sigur Spánverja og Rúmena og fljótlega ljóst að það gengi eftir.

Í kerfinu var hins vegar gert ráð fyrir að Wales myndi mögulega ná jafntefli við Króatíu, eða að Krótatar myndu sigra, sem sagt gert ráð fyrir 1x á þeim leik. Króatar komust yfir og allt leit út fyrir sigur þeirra þar til í uppbótartíma þegar Nathan Broadhead, leikmaður Ipswich Town sem spilar í þriðju efstu deild á Englandi (League One), skoraði jöfnunarmark á þriðju mínútu viðbótartíma leiksins. Broadhead hafði í sínum öðrum landsleik komið inn á sem varamaður á 66. mínútu, skoraði jöfnunarmarkið og varð til þess að húskerfið – Hamarinn – fékk 13 rétta, en ekki 12. Sparnaðarkerfið virkaði nefnilega þannig að miðað við úrslit í öðrum leikjum hefði ekki dugað að fá 1 á þennan leik – jafnteflið var það sem þurfti. Upplýsingar um leik Króatíu og Wales má t.d. sjá á sofascore.com.

Vinningsupphæðin varð tæplega 800 þúsund krónur samanlagt. Vinningsupphæðin fyrir 13 rétta var um 730 þúsund krónur, en getraunakerfi Hamarsins gaf einnig þrjár raðir með 12 réttum, 12 raðir með 11 réttum og 64 raðir með tíu réttum. Hluthafar í húskerfinu kaupa ýmist einn eða tvo hluti, en hluturinn kostar 500 krónur. Upphæðin sem um ræðir skiptist því á nokkra hluthafa. Upplýsingar um getraunaþjónustuna hjá Þór og hvernig hægt er að taka þátt í húskerfinu má finna hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mbappe staðfestir fréttir sem gleðja marga

Mbappe staðfestir fréttir sem gleðja marga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stoðsendingakóngar ensku úrvalsdeildarinnar – Einn öruggur á toppnum

Stoðsendingakóngar ensku úrvalsdeildarinnar – Einn öruggur á toppnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi – Ronaldo mætir í Laugardalinn

Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi – Ronaldo mætir í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal neitaði beiðni Saka og samningurinn því styttri

Arsenal neitaði beiðni Saka og samningurinn því styttri
433Sport
Í gær

Eftirsjá Viðars: Leigubílaferð setti strik í reikninginn – „Það er auðvitað hörmuleg hugsun“

Eftirsjá Viðars: Leigubílaferð setti strik í reikninginn – „Það er auðvitað hörmuleg hugsun“
433Sport
Í gær

Farið yfir ráðningu KSÍ á Hareide – „Það er ekki tilviljun“

Farið yfir ráðningu KSÍ á Hareide – „Það er ekki tilviljun“
433Sport
Í gær

De Zerbi virðist staðfesta að tveir leikmenn séu á förum – ,,Mér þykir það leitt“

De Zerbi virðist staðfesta að tveir leikmenn séu á förum – ,,Mér þykir það leitt“
433Sport
Í gær

Spánn: Espanyol fallið og Sociedad í Meistaradeildina – Hver fer í Sambandsdeildina?

Spánn: Espanyol fallið og Sociedad í Meistaradeildina – Hver fer í Sambandsdeildina?