Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur þénað ansi mikið af peningum á sínum leikmannaferli.
Messi er einn allra launahæsti leikmaður heims en hann lék allan sinn feril með Barcelona áður en hann hélt til Frakklands.
Einkaflugvél Messi hefur vakið athygli en þar má sjá nöfn barna hans sem og eiginkonu.
Nöfnin eru sjáanleg þegar þú labbar inn í flugvélina sem kostaði Argentínumanninn 12 milljónir evra.
Flugvélin er stórglæsileg bæði að utan sem og innan en fjölskyldan ferðast á þennan máta mjög reglulega.
Myndir af vélinni má sjá hér.