fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Jón Dagur segir mörkin sem Ísland fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið – „Það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:53

Jón Dagur í leik kvöldsins / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar skrifar frá Zenica í Bosníu

Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður íslenska landsliðsins segir mörkin sem liðið fékk á sig snemma leiks í 3-0 tapi gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld hafa haft of mikil áhrif á liðið. Svekkelsið sé vissulega til staðar eftir svona leik en það sé nóg eftir.

„Mér fannst við eiga erfiða byrjun og aldrei ná okkur upp eftir það,“ sagði Jón Dagur við íslensku fjölmiðlasveitina eftir leik. „Þetta var mjög þungt og við áttum ekki okkar besta leik.“

Hann segir mörkin sem íslenska liðið fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið.

„Við náðum ekki fram okkar besta leik eftir þau. Náðum ekki alveg að finna lausnir á því hversu þéttir þeir voru til baka. Við lokuðum ákveðnum svæðum í seinni hálfleik og mér fannst við gera það ágætlega en eftir þriðja markið var þetta bara game over.“

Er þetta munurinn á liðunum?

„Nei ég myndi ekki segja það, mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Þetta var sérstakur leikur en það er erfitt að segja að þetta sé ekki munurinn á þessum liðum, þetta var munurinn í kvöld en við munum sýna það í seinni leiknum gegn þeim að við eigum fullan séns í þá.“

Verður erfitt að komast yfir þetta tap?

„Nei þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni, þetta er ekki búið. Þetta er jafn riðill sem við erum í og það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni. Þetta er búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Götublöðin velta því fyrir sér hvort Harry Maguire fari til Chelsea

Götublöðin velta því fyrir sér hvort Harry Maguire fari til Chelsea
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kane gæti verið á leið til Real Madrid – Svona gæti byrjunarliðið litið út með hann og Bellingham

Kane gæti verið á leið til Real Madrid – Svona gæti byrjunarliðið litið út með hann og Bellingham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ný Íþróttavika kemur út í kvöld – Ásgerður Stefanía gestur

Ný Íþróttavika kemur út í kvöld – Ásgerður Stefanía gestur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Varamarkvörðurinn á milli stanganna gegn Manchester United í úrslitaleiknum

Varamarkvörðurinn á milli stanganna gegn Manchester United í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool vill byrja á útivelli og spilar líklega heimaleik annars staðar en á Anfield

Liverpool vill byrja á útivelli og spilar líklega heimaleik annars staðar en á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona gekk félögum á Englandi að fylla leikvanga sína á leiktíðinni – Tíðindi við toppinn

Svona gekk félögum á Englandi að fylla leikvanga sína á leiktíðinni – Tíðindi við toppinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo með skýr skilaboð í nýju viðtali

Ronaldo með skýr skilaboð í nýju viðtali
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni með eldræðu í beinni og skýtur föstum skotum – „Þannig á ekki að reka nokkurn hlut þó sumir taki upp á því“

Máni með eldræðu í beinni og skýtur föstum skotum – „Þannig á ekki að reka nokkurn hlut þó sumir taki upp á því“