fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Viaplay sýnir leiki A landsliðs karla í knattspyrnu – „Ísland er að fara láta til sín taka í alþjóðlegum bolta á ný“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 11:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Viaplay mun áfram sýna leiki A landsliðs í knattspyrnu en framundan eru fyrstu leikirnir í undankeppni EM eru við Bosníu Hersegóvínu 23. mars og 26. mars við Liechtenstein

„Frá því að Viaplay kom inn á íslenskan streymismarkað hefur framboð streymisveitunnar á framúrskarandi íþróttaefni á alþjóðamælikvarða vaxið hröðum skrefum,“ segir í fréttatilkynningu Viaplay. „Markmið Viaplay er sýna landsmönnum allt það besta sem íþróttaheimurinn hefur upp á að bjóða, ásamt úrvalslýsingum og mikilvægt skref í þeirri vegferð eru nú leikir A landsliðs í knattspyrnu.“

Lýsendur leikjanna eru landskunnir sérfræðingar í knattspyrnu með þá Hjörvar Hafliðason yfirmann íþrótta hjá Viaplay í brúnni ásamt Rúrik Gíslasyni. Fleiri valinkunnir álitsgjafar mæta í settið á meðan leik stendur til að greina leikina með þeim „enda er það svo sannarlega mikilvægur hluti af leiknum að hlusta á framúrskarandi lýsingu og greiningu á því sem fram fer.“

Lið sem gæti farið á EM í Þýskalandi

Framundan er undankeppni fyrir EM og Hjörvar Hafliðason, yfirmaður íþrótta hjá Viaplay, er ekki í vafa um að íslenska landsliðið eigi þar mjög góða möguleika.

„Þetta er lið sem gæti farið á EM í Þýskalandi á næsta ári. Blanda af ungum spennandi leikmönnum eins og Hákoni Haraldssyni og Jóni Degi með reynslumiklum mönnum úr gullkynslóðinni“, segir Hjörvar Hafliðason.

Undir það tekur Rúrik Gíslason, knattspyrnusérfræðingur Viaplay: „Ísland er að fara láta til sín taka í alþjóðlegum bolta á ný. Þarna eru nýir spennandi leikmenn sem hafa að undanförnu leikið vel með félagsliðum sínum. Við eigum að vera bjartsýn. EM er raunhæft markmið.“

Framtíðin fyrir íslenska landsliðið er björt. Til að horfa á útsendingar frá leikjum íslenska landsliðsins þarf Viaplay Total áskrift. Fyrstu leikirnir í undankeppni EM eru við Bosníu Hersegóvínu 23. mars og 26. mars við Liechtenstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu
433Sport
Í gær

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“
433Sport
Í gær

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði