fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Hákon Arnar framlengir samning sinn við FC Kaupmannahöfn – „Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur framlengt samning sinn við FC Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hákon Arnar er einn af mest spennandi leikmönnum dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur farið með himinskautum hjá FC Kaupmannahöfn og unnið sig upp úr yngri liðum félagsins í aðallið þess og er þar orðinn einn uppáhalds leikmaður stuðningsmanna FCK.

„Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár,“ sagði Peter Christiansen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK eftir að Hákon hafði framlengt samning sinn. „Hér gríp ég til stórra orða en við höfum fulla trú á því að hér sé um afar sérstakan og efnilegan leikmann að ræða.“

Leikmann sem hafi ekki bara sýnt hvað í sér býr í dönsku úrvalsdeildinni, heldur einnig í Meistaradeild Evrópu sem og með íslenska landsliðinu.

Hákon hefur verið á mála hjá FCK frá árinu 2019 en þá gekk hann til liðs við félagið frá ÍA aðeins 16 ára gamall. Hann er ánægður með að hafa framlengt samning sinn í Kaupmannahöfn.

„Mér líður frábærlega hjá FCK og í Kaupmannahöfn,“ sagði Hákon eftir að hafa skrifað undir framlenginguna. „Mér finnst ég alltaf vera að þróa leik minn meira og meira og er hér ásamt frábærum liðsfélögum og þjálfurum. Það er þess vegna sem ég sé FCK sem kjörinn stað til þess að þróa leik minn enn meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki

Birta lista veðbanka yfir líklegustu áfangastaði Messi – Flutningur til Manchester óvæntur möguleiki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal

Ítölsk stórlið berjast um leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“

Þungt fyrir sunnan – „Umræðan því miður að raungerast“