Nokkrir af stjörnuleikmönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham vilja að knattspyrnustjóri liðsins, Antonio Conte, verði rekin úr starfi.
Frá þessu greinir enska götublaðið The Sun og hefur eftir heimildarmönnum sínum að leikmenn Tottenham hafi verið í sjokki eftir reiðilesturinn sem liðið fékk frá stjóra sínum eftir 3-3 jafntefli gegn Southampton á dögunum.
Conte, sem hefur átt í vandræðum með heilsu sína á tímabilinu, sneri um helgina aftur til Ítalíu í smá frí nú þegar landsleikir taka við.
,,Leikmenn vita að ómögulegt er fyrir Conte, sem rennur út á samningi hjá Tottenham í sumar, að stýra liðinu á næsta tímabili. Sú tilfinning er ríkjandi meðal leikmanna að stjóri félagsins, Daniel Levy, gæti jafnvel rekið Conte fyrir næsta leik Tottenham gegn Everton þann 3. apríl næstkomandi,“ segir í frétt The Sun um málið.
Conte hjólaði í leikmenn sem og eigendur Tottenham í reiðilestri sem hann hélt eftir jafnteflið gegn Southampton á dögunum. Kallaði stöðuna óásættanlega.