fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Velti því upp hvort þetta væri ekki komið í vitleysu með fjölgun – „Hugsaði síðan með mér að þetta væri kannski eini möguleikinn okkar“

433
Sunnudaginn 19. mars 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings Reykjavíkur var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Meðal þess sem rætt var um voru hugmyndir FIFA um stækkun HM. FIFA ætlar að ná inn 9 milljörðum punda í tekjur og með því þarf að fjölga leikjum á mótinu en nú þegar hefur liðum verið fjölgað á mótinu úr 32 í 48.

Benedikt Bóas, umsjónar maður Íþróttavikunnar spurði gesti sína hvort menn væru ekki komnir út í vitleysu með því að vera stækka HM.

„Jú að mínu viti,“ svaraði Arnar en bætti við: „Auðvitað eykur þetta möguleika okkar á HM sæti en ef við hugsum bara um sportið sjálft, fótboltann og gæði leikja, þá var þetta alveg á mörkunum á síðasta HM.“

Hörður bætti þá við:

„Ég var rosa neikvæður í gær þegar að ég las um þessi áform, en hugsaði síðan með mér að þetta væri kannski eini möguleikinn okkar til að ná aftur HM sæti. Við komumst aldrei aftur inn á 32 liða HM.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
Hide picture