Fyrrum Liverpool-mennirnir Michael Owen og Peter Crouch voru sérfræðingar BT Sports á Meistaradeildarkvöldi í gær ásamt Manchester United-goðsögninni Rio Ferdinand.
Owen er uppalinn hjá Liverpool en á einnig að baki feril með liðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Newcastle.
Crouch lék einnig með Liverpool á ferlinum en þeir voru þó aldrei liðsfélagar.
Það sem vakti athygli áhorfenda BT Sports í gær var gríðarlegur hæðarmunur á Crouch og Owen.
Crouch var þekktastur fyrir hæð sína á ferlinum en ekki er hægt að segja það sama um Owen.
Á samfélagsmiðlum vildu margir meina að illa hafi verið farið með Owen, en Ferdinand er einnig hávaxinn.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.