fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Liverpool er úr leik eftir tap í Madríd – Öruggt hjá Napoli

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 21:54

Karim Benzema skorar mark sitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid og Napoli komust þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Spænska liðið fékk Liverpool í heimsókn. Fyrri leiknum lauk 5-2 fyrir Real Madrid á Anfield.

Fyrri hálfleikur var opinn og afar skemmtilegur. Liverpool fékk svo sannarlega tækifæri til að saxa á forskot Real Madrid en allt kom fyrir ekki.

Að sama skapi þurfti Alisson í tvígang að verja meistaralega í marki Liverpool.

Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir mikið fjör.

Real Madrid spilaði seinni hálfleikinn afar vel og sigur þeirra í einvíginu var aldrei í hættu.

Karim Benzema batt endanlega enda á allar vonir Liverpool um að komast áfram þegar hann skoraði á 79. mínútu. Borstinn barst þá til hans í teignum og hann skoraði í opið mark.

Lokatölur í kvöld 1-0 og 6-2 samanlagt.

Osimhen skoraði tvö Getty

Napoli var sömuleiðis í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum gegn Frankfurt.

Eftir rólegan fyrri hálfleik kom markavélin Victor Osimhen Napoli yfir í lok hans.

Hann bætti við marki í seinni hálfleik áður en Piotr Zielinski innsiglaði 3-0 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt annað en sáttur þrátt fyrir sigur Manchester United og hefur áhyggjur – ,,Ótrú­legt að horfa upp á þetta“

Allt annað en sáttur þrátt fyrir sigur Manchester United og hefur áhyggjur – ,,Ótrú­legt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Greina frá vendingum meðal leikmanna Tottenham sem eru í sjokki – Virðist útséð með framhaldið

Greina frá vendingum meðal leikmanna Tottenham sem eru í sjokki – Virðist útséð með framhaldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar tekur ekki upp tólið og bjallar á heimsfræga vini – „Smá sorglegt“

Arnar tekur ekki upp tólið og bjallar á heimsfræga vini – „Smá sorglegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölurnar „ótrúlegar“ miðað við alla seðlana sem komu inn – „Fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er einstakt dæmi“

Tölurnar „ótrúlegar“ miðað við alla seðlana sem komu inn – „Fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er einstakt dæmi“