fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Liverpool eigi „ekki séns“ gegn Real Madrid í kvöld

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum knattspyrnumaður og í dag sparkspekingur á Sky Sports segir að Liverpool eigi ekki möguleika gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum er að ræða en þeim fyrri lauk með 5-2 sigri Real Madrid á Anfield.

„Maður horfir á leik þeirra gegn Bournemouth og hugsar: Hvaða möguleika á Liverpool gegn Real Madrid? Þeir þurfa að skora allavega þrjú mörk. Það er ansi mikið vekefni,“ segir Merson.

Merson bendir á að lið hafi áður komið til baka í Meistaradeildinni en hefur hins vegar ekki trú á Liverpool.

„Þetta yrði eitt stærsta afrek í sögu Meistaradeildarinnar. Barcelona kom til baka gegn PSG en það var á heimavelli. Þetta er á útivelli gegn meisturunum.

Ef þetta væri tveggja marka munur þá væri aldrei að vita en þrjú mörk, þeir eiga ekki séns.“

Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool færist fjær kaupum á Bellingham – City og Madrid talin í sterkari stöðu

Liverpool færist fjær kaupum á Bellingham – City og Madrid talin í sterkari stöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ítalía: Juventus með frábæran útisigur – Napoli skoraði fjögur

Ítalía: Juventus með frábæran útisigur – Napoli skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Southgate útskýrir valið sem kom mörgum á óvart – Væri alltaf þarna ef hann væri heill

Southgate útskýrir valið sem kom mörgum á óvart – Væri alltaf þarna ef hann væri heill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dregið í enska bikarnum – Manchester slagur í úrslitum?

Dregið í enska bikarnum – Manchester slagur í úrslitum?
433Sport
Í gær

Guardiola: Haaland verður í vandræðum

Guardiola: Haaland verður í vandræðum
433Sport
Í gær

Varð elsti markaskorari Serie A í gær

Varð elsti markaskorari Serie A í gær